Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2024 08:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla. Vísir/einar Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42