Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 16:35 Kvöldstund með Heiðari snyrti hefur fengið nýjan titil og heitir nú Lúna. Tyrfingur segir að það eina sem breytt hafi verið sé titillinn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur. Leikhús Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur.
Leikhús Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“