„Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2023 22:47 Ýmir Örn er á leið til Göppingen. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, mun færa sig um set í Þýskalandi að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann vildi komast í nýtt umhverfi og flyst um 100 kílómetra suður, til Göppingen. Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26
Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19