Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. desember 2023 14:31 Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun