Bjarni ósáttur við Kveik: „Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 10:22 Bjarni Benediktsson skipti úr stól fjármálaráðherra í stól utanríkisráðherra í haust eftir álit umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir umfjöllun Kveiks í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hafa verið samfelldan áróður gegn íslensku krónunni sem hafi verið grunnurinn að miklum hagvexti á Íslandi undanfarinn áratug. Hann segir þáttinn „eiginlega hneyksli“. Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Kveikur tók íslensku krónuna, mikið þrætuepli í íslensku samfélagi árum saman, fyrir í umfjöllun sinni í gær. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. Krónan hefur veikst mikið að undanförnu gagnvart öðrum stærri gjaldmiðlum á borð við evru og dollara. „Á meðan meira en 230 fyrirtæki og félög hafa fengið heimild til að losna undan óstöðugleika krónunnar sitja heimilin uppi með hana. Þessi fyrirtæki geta jafnvel fengið lán í evrópskum bönkum þar sem vextir eru helmingi lægri en á Íslandi. En heimilin geta ekki fengið svo hagstæð lán. Sögulegur samdráttur hefur orðið á því hversu mikið heimilin geta nú fengið fyrir tekjur sínar,“ sagði í umfjöllun Kveiks. Langflest fyrirtæki sem stunda útflutning hafa sótt um og fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þeirra á meðal eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta gera þau til þess að fiskveiðar skili sem bestri afkomu. Flest útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum. Bjarni Benediktsson, sem var fjármálaráðherra frá 2013 til 2023, brást við þættinum í gærkvöldi á Facebook. Hann sagði margt slitið úr samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. „Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina. Bjarni var fjármálaráðherra í áratug þangað til hann sagði af sér í október og skipti um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.vísir/Vilhelm Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?“ spurði Bjarni. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics í Englandi, var einn viðmælanda í þættinum. Bjarna þótti Jón gera vel í að útskýra að ekkert væri óeðlilegt við uppgjör fyrirtækjanna í evrum eða dollurum. Hans svör hefðu þó verið einkennilega klippt eins og til að að gera lítið úr sjónarmiðum hans. Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. „Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?“ Jón benti meðal annars á að það borgi sig einfaldlega fyrir fyrirtæki að gera upp í þeirri mynt þar sem þeirra rekstur liggi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þetta auðvitað rökin fyrir þessu. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Ívar „En spurningin er að þegar almenningur situr eftir og þarf að borga tvöfalda vexti á við frændur okkar í Færeyjum eða aðra í Evrópu og jafnvel meira heldur en víða, þá spyr maður sig: Af hverju fáum við ekki, af hverju eru vextir svona háir á Íslandi?,“ spurði Breki. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allt jafnvægi hafa skort í þáttinn, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Krónan hélt áfram að falla þrátt fyrir ítrekuð gjaldeyrisinngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum. 13. nóvember 2023 17:16
Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. 30. september 2023 12:05
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent