Segir líklegt að fisksalaferillinn sé að líða undir lok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2023 17:11 Kristján Berg Fiskikóngur segir þetta líklega síðustu aðventuna sem hann selur skötu. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, kenndur við Fiskikónginn, segir nokkur ár síðan hann fékk nóg af starfinu. Þetta sé líklega síðasta árið sem hann selji skötu fyrir Þorláksmessu áður en hann snúi sér að öðru. „Þetta er mikil vinna. Alla daga vikunnar, allt árið um kring. Það er farið að síga á seinni hlutann,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, fiskikóngur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Auglýsingar hans um skötusölu fyrir Þorláksmessu óma nú í útvörpum landsmanna, þar sem hann tiltekur að þetta sé líklega síðast árið sem hann selji skötu. Inntur að því segir Kristján vinnuumhverfið hafa breyst mjög síðan hann hóf fisksölu. „Það er rosalega mikið farið út í tilbúna fiskrétti, eftirlit og annað er orðið allt of strangt að mínu mati og misjafnt milli landshluta. Það er svolítið að draga úr mér löngunina að vera starfandi í þessu umhverfi áfram. Byggingaeftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem eru að reka veitingastaði og matarframleiðslu. Reglurnar eru allt of miklar og komið út í þvælu,“ segir Kristján. Hann segist ekki vera kominn með kaupanda en allt sé til sölu. „Elsti sonur minn, Alexander, hefur rekið Fiskikónginn með miklum sóma í þrjú ár. Ég hef varla komið þarna inn í eitt, eitt og hálft ár,“ segir Kristján. „Hann er held ég bara maðurinn sem tekur við þessu. Fiskikóngurinn sjálfur, það eru bara kynslóðaskipti í því.“ Hlusta má á viðtalið við Kristján í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Reykjavík síðdegis Reykjavík Matur Verslun Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
„Þetta er mikil vinna. Alla daga vikunnar, allt árið um kring. Það er farið að síga á seinni hlutann,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, fiskikóngur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Auglýsingar hans um skötusölu fyrir Þorláksmessu óma nú í útvörpum landsmanna, þar sem hann tiltekur að þetta sé líklega síðast árið sem hann selji skötu. Inntur að því segir Kristján vinnuumhverfið hafa breyst mjög síðan hann hóf fisksölu. „Það er rosalega mikið farið út í tilbúna fiskrétti, eftirlit og annað er orðið allt of strangt að mínu mati og misjafnt milli landshluta. Það er svolítið að draga úr mér löngunina að vera starfandi í þessu umhverfi áfram. Byggingaeftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem eru að reka veitingastaði og matarframleiðslu. Reglurnar eru allt of miklar og komið út í þvælu,“ segir Kristján. Hann segist ekki vera kominn með kaupanda en allt sé til sölu. „Elsti sonur minn, Alexander, hefur rekið Fiskikónginn með miklum sóma í þrjú ár. Ég hef varla komið þarna inn í eitt, eitt og hálft ár,“ segir Kristján. „Hann er held ég bara maðurinn sem tekur við þessu. Fiskikóngurinn sjálfur, það eru bara kynslóðaskipti í því.“ Hlusta má á viðtalið við Kristján í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Reykjavík síðdegis Reykjavík Matur Verslun Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira