Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 20:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Vísir/ívar Fannar Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent