Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:34 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18