„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 13:30 Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira