Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa bráðavanda Grindvíkinga Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 11:46 Dæmi um skemmdir við húsnæði í Grindavík. Myndin var tekin í bænum fyrir hádegi í dag. Vísir/EinarÁRna Forsætisráðherra segir húsnæðismál Grindvíkinga verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna í gær um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur dragi vonandi úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11
Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46
Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01