Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Elvar Örn Friðriksson skrifar 23. nóvember 2023 08:01 Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Landslið karla í handbolta Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun