Barnsley rekið úr FA bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 17:45 Barnsley fagnar marki gegn Horsham í leik liðanna í síðustu viku vísir / getty images Enska knattspyrnusambandið hefur rekið Barnsley úr FA bikarkeppninni eftir að félagið tefldi fram ólöglegum leikmanni í endurteknum leik 1. umferðar gegn utandeildarliðinu Horsham. Fyrri viðureign liðanna í 1. umferð keppninnar lauk með 3-3 jafntefli þann 3. nóvember. Viðureignin var því endurtekin þriðjudaginn 14. nóvember, Barnsley vann þann leik sannfærandi 3-0 en var engu að síður dæmt úr leik í FA bikarkeppninni vegna þess að leikmaður liðsins hafði ekki heimild til að spila. Barnsley hefur rétt til að áfrýja banninu en miðað við yfirlýsingu sem félagið gaf út í dag eru þeir ólíklegir til þess. Þar sagði að mistökin lægu hjá stjórnarmönnum, þeir gengust við brotinu og að félagið hafi verið algjörlega samvinnuþýtt í rannsókn knattspyrnusambandsins. Formaður Horsham, Kevin Borrett, sagði sömuleiðis í viðtali við SkySports að stjórnarmenn Barnsley hafi haft samband við hann og óskað þeim góðs gengis í keppninni. A Professional Game Board Sub-Committee has removed Barnsley from the 2023/24 Emirates FA Cup for fielding an ineligible player during their First Round Proper Replay against Horsham— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) November 22, 2023 Yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins má lesa hér fyrir ofan. Hvergi kemur fram hver leikmaðurinn sem um ræðir sé og fjölmiðlar erlendis hafa ekki greint frá því. Horsham heldur því áfram í næsta umferð bikarsins og mætir þar Sutton, sem er í neðsta sæti League Two, fjórðu bestu deild Englands. Horsham er utandeildarlið í Isthmian League sem keppir á 7. efsta stigi fótboltans á Englandi. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Fyrri viðureign liðanna í 1. umferð keppninnar lauk með 3-3 jafntefli þann 3. nóvember. Viðureignin var því endurtekin þriðjudaginn 14. nóvember, Barnsley vann þann leik sannfærandi 3-0 en var engu að síður dæmt úr leik í FA bikarkeppninni vegna þess að leikmaður liðsins hafði ekki heimild til að spila. Barnsley hefur rétt til að áfrýja banninu en miðað við yfirlýsingu sem félagið gaf út í dag eru þeir ólíklegir til þess. Þar sagði að mistökin lægu hjá stjórnarmönnum, þeir gengust við brotinu og að félagið hafi verið algjörlega samvinnuþýtt í rannsókn knattspyrnusambandsins. Formaður Horsham, Kevin Borrett, sagði sömuleiðis í viðtali við SkySports að stjórnarmenn Barnsley hafi haft samband við hann og óskað þeim góðs gengis í keppninni. A Professional Game Board Sub-Committee has removed Barnsley from the 2023/24 Emirates FA Cup for fielding an ineligible player during their First Round Proper Replay against Horsham— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) November 22, 2023 Yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins má lesa hér fyrir ofan. Hvergi kemur fram hver leikmaðurinn sem um ræðir sé og fjölmiðlar erlendis hafa ekki greint frá því. Horsham heldur því áfram í næsta umferð bikarsins og mætir þar Sutton, sem er í neðsta sæti League Two, fjórðu bestu deild Englands. Horsham er utandeildarlið í Isthmian League sem keppir á 7. efsta stigi fótboltans á Englandi.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira