Rory McIlroy sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 11:01 Rory McIlroy hefur sagt sig úr áhrifamikilli nefnd á vegum PGA. Getty/ Warren Little Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sagt sig úr hinni áhrifamiklu nefnd um stefnumál hjá bandarísku PGA-mótaröðinni, „PGA Tour policy board.“ McIlroy er næstefstur á heimslistanum í golfi en hann sendi nefndarmönnum bréf í gær þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Ástæðan er bæði persónuleg sem og faglegs eðlis samkvæmt heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla. Rory McIlroy resigns from PGA Tour's Policy Board amid funding negotiations https://t.co/GMtM5zNY3W— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Menn eru auðvitað fljótir að tengja þessa ákvörðun McIlroy við það að bandaríska mótaröðin fór í samningaviðræður við höfuðandstæðing sinn á markaðnum. McIlroy var alltaf mjög harður gagnrýnandi sádí-arabísku LIV mótaraðarinnar og hann vissi ekkert af því að PGA og LIV væru að semja á bak við tjöldin. 6. júní var það tilkynnt að PGA væri að ganga frá samkomulagi við Sádana sem höfðu þá keypt til síns marga af bestu kylfingum heims, stórstjörnur eins og þá Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. PGA bannaði þessum LIV kylfingum að keppa á sínum mótum en nú breyttist það allt skyndilega. McIlroy viðurkenndi á blaðamannafundi í kringum þessa tilkynningu að þessar fréttir væru áfall fyrir sig enda hafði hann talað gegn LIV allan tímann. „Þegar þú ert að tala um einn af stærstu peningasjóðum heims viltu þá ekki frekar vera í samvinnu heldur en að vera óvinur? Þegar upp er staðið þá tala peningarnir og þú vilt frekar vera í samvinnu við slíka menn,“ sagði McIlroy á þeim tíma. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hér og líða ekki eins og lamb sem hefur verið leitt til slátrunar. Mér finnst eins og ég hafði sett höfuð mitt að veði og að þetta séu launin,“ sagði McIlroy. "Not particularly no, not what I signed up for" Speaking to media yesterday, Rory McIlroy gave his thoughts on being part of the board pic.twitter.com/cbBosIc68b— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 15, 2023 Golf Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy er næstefstur á heimslistanum í golfi en hann sendi nefndarmönnum bréf í gær þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Ástæðan er bæði persónuleg sem og faglegs eðlis samkvæmt heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla. Rory McIlroy resigns from PGA Tour's Policy Board amid funding negotiations https://t.co/GMtM5zNY3W— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Menn eru auðvitað fljótir að tengja þessa ákvörðun McIlroy við það að bandaríska mótaröðin fór í samningaviðræður við höfuðandstæðing sinn á markaðnum. McIlroy var alltaf mjög harður gagnrýnandi sádí-arabísku LIV mótaraðarinnar og hann vissi ekkert af því að PGA og LIV væru að semja á bak við tjöldin. 6. júní var það tilkynnt að PGA væri að ganga frá samkomulagi við Sádana sem höfðu þá keypt til síns marga af bestu kylfingum heims, stórstjörnur eins og þá Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. PGA bannaði þessum LIV kylfingum að keppa á sínum mótum en nú breyttist það allt skyndilega. McIlroy viðurkenndi á blaðamannafundi í kringum þessa tilkynningu að þessar fréttir væru áfall fyrir sig enda hafði hann talað gegn LIV allan tímann. „Þegar þú ert að tala um einn af stærstu peningasjóðum heims viltu þá ekki frekar vera í samvinnu heldur en að vera óvinur? Þegar upp er staðið þá tala peningarnir og þú vilt frekar vera í samvinnu við slíka menn,“ sagði McIlroy á þeim tíma. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hér og líða ekki eins og lamb sem hefur verið leitt til slátrunar. Mér finnst eins og ég hafði sett höfuð mitt að veði og að þetta séu launin,“ sagði McIlroy. "Not particularly no, not what I signed up for" Speaking to media yesterday, Rory McIlroy gave his thoughts on being part of the board pic.twitter.com/cbBosIc68b— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 15, 2023
Golf Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira