Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 06:54 Ísraelskur hermaður í barnaherbergi íbúðar á Gasa. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira