Hvergi öruggt á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 22:30 Palenstínskir slökkviliðsmenn berjast við elda eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP Photo/Abed Khaled Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira