Vandræði Man Utd halda áfram: Casemiro meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 17:45 Fór meiddur af velli gegn Newcastle United. Simon Stacpoole/Getty Images Ekki nóg með að Manchester United hafi steinlegið á heimavelli gegn Newcastle United í leik liðanna í enska deildarbikarnum heldur fór brasilíski miðjumaðurinn Casemiro meiddur af velli í hálfleik. Ólíklegt er að hann verði með liðinu um komandi helgi. Það gengur vægast sagt ekki neitt upp hjá Manchester United og virðist liðið fast í eilífðar hringrás þess að eiga ágætt tímabil en geta svo bókstaflega ekkert tímabilið eftir. Þó sumt stuðningsfólk félagsins fagni því að liðið sé úr leik í deildarbikarnum þar sem hann er óþarfa álag á leikmenn sem eru nú þegar að spila alltof marga leiki þá fagnar því engin að tapa leik 0-3 eftir að hafa tapað 0-3 gegn Manchester City um helgina. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Casemiro, fyrirliði Man United gegn Newcastle, meiddur af velli í hálfleik. Hann mun að öllum líkindum vera frá keppni vel inn í nóvember. „Hann varð fyrir meiðslum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna þurftum við að taka hann af velli,“ sagði Erik ten Hag, þjálfari félagsins um meiðsli Casemiro. Hinn 31 árs gamli Casemiro var ekki með Man Utd í nágrannaslagnum gegn City vegna meiðsla og nú er næsta öruggt að hann verði ekki með gegn Fulham um helgina. Ten Hag var spurður hvort það mætti búast við Casemiro til baka áður en landsleikjahléið um miðjan mánuð hefst en sá hollenski sagðist ekki getað svarað því. Man United er nú þegar án Luke Shaw, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia og Amad Diallo. Þeir Raphaël Varane, Aaron Wan-Bissaka og Mason Mount hafa verið frá vegna meiðsla. Þá er Jadon Sancho enn í agabanni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Það gengur vægast sagt ekki neitt upp hjá Manchester United og virðist liðið fast í eilífðar hringrás þess að eiga ágætt tímabil en geta svo bókstaflega ekkert tímabilið eftir. Þó sumt stuðningsfólk félagsins fagni því að liðið sé úr leik í deildarbikarnum þar sem hann er óþarfa álag á leikmenn sem eru nú þegar að spila alltof marga leiki þá fagnar því engin að tapa leik 0-3 eftir að hafa tapað 0-3 gegn Manchester City um helgina. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Casemiro, fyrirliði Man United gegn Newcastle, meiddur af velli í hálfleik. Hann mun að öllum líkindum vera frá keppni vel inn í nóvember. „Hann varð fyrir meiðslum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna þurftum við að taka hann af velli,“ sagði Erik ten Hag, þjálfari félagsins um meiðsli Casemiro. Hinn 31 árs gamli Casemiro var ekki með Man Utd í nágrannaslagnum gegn City vegna meiðsla og nú er næsta öruggt að hann verði ekki með gegn Fulham um helgina. Ten Hag var spurður hvort það mætti búast við Casemiro til baka áður en landsleikjahléið um miðjan mánuð hefst en sá hollenski sagðist ekki getað svarað því. Man United er nú þegar án Luke Shaw, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia og Amad Diallo. Þeir Raphaël Varane, Aaron Wan-Bissaka og Mason Mount hafa verið frá vegna meiðsla. Þá er Jadon Sancho enn í agabanni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira