Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:54 Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðsend Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum. Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira