„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 21:30 Orri Páll Jóhannsson er formaður þingflokks VG. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent