Móðurhlutverkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leikmaður Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:30 Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021. vísir/Diego Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sandra María Jessen. Segir ákveðna eiginleika móðurhlutverksins hafa nýst sér í að verða betri leikmaður og liðsfélagi. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05