Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 14:21 Prikið er eitt elsta veitingahús landsins. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. „Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum. Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum.
Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira