Eyþóra nældi í ÓL-sæti og komst sjálf í úrslit: „Mjög, mjög ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 13:55 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir hér glæsilegt stökk í einni af æfingum sínum í undankeppninni. AP/Virginia Mayo Hollensk-íslenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stendur sig vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira