„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 16:10 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira