Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 23:07 Kötturinn Snúður var ættleiddur úr dýraathvarfi í Berlín árið 2020. Hörður Ágústsson Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson Kettir Dýr Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson
Kettir Dýr Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira