„Næ ekki ró vegna þess að ég er lyfjalaus“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2023 15:52 Íris Hólm segist eiga erfitt með svefn og daglegar athafnir enda fái hún ekki upp á skrifuð lyf sem ekki eru til á landinu. Vísir Íris Hólm Jónsdóttir, söng-og leikkona, segist vera reið, svekkt og pirruð. Hún gat ekki sofið í nótt þar sem heilinn er á yfirsnúningi sökum þess að lyfin sem Íris tekur gegn ADHD eru ekki til í landinu. Hún segist hugsi yfir ummælum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, um ADHD. Eins og greint hefur verið frá hefur ADHD lyfið Elvanse, auk samheitalyfja, verið ófáanlegt á landinu síðan í lok júlí. Formaður ADHD samtakann hefur sagt lyfjaskortinn setja allt úr skorðum hjá einstaklingum með greininguna. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur brýnt fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. Neyddist til að hætta „cold turkey“ „Hér sit ég, klukkan að ganga 1 um nótt og ég er reið. Ég er reið, svekkt og pirruð. Ég get ekki sofnað vegna þess að heilinn minn er á yfirsnúningi og ég næ ekki ró. Ég næ ekki ró vegna þess að ég er lyfjalaus,“ skrifar Íris Hólm í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segist því hafa neyðst til þess að hætta á lyfjunum sínum án alls undirbúnings, „cold turkey,“ eins og hún lýsir því. „Ég átta mig ekki á því hvernig það getur orðið að stór hópur fólks standi núna uppi lyfjalausir, fái ekki lyf sem þeim var ráðlagt af læknum að taka.“ Kveðst hugsi yfir ummælum Óttars Íris segist hafa verið hugsi yfir ummælum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, í Kastljósi. Óttar hefur áður skrifað grein í Læknablaðið þar sem hann segir ADHD lyf ofnotuð á Íslandi og gagnrýnir að lögleg meðferð sé orðin algjörlega stjórnlaus. „Ég missti nánast allan áhuga á að hlusta þegar Óttar talaði um ADHD sem sjúkdóm, sem að minni bestu vitund er rangt, enda ADHD flokkað sem taugaröskun, ekki sjúkdómur.“ Hún segist vera með nokkrar spurningar vegna málflutnings Óttars. Segir Íris meðal annars að ADHD sé ættgeng taugaröskun og spyr hún hvort það geti haft áhrif í litlu samfélagi eins og á Íslandi þar sem allir séu skyldir. „Ok, þarna fer ég frjálslega með staðreyndir, en ég spyr af alvöru og kannski eingöngu Kári sjálfur Stefánsson geti svarað þessu. Er ADHD algengari röskun í Íslendingum en hjá öðrum þjóðum?“ Spyr hvort ekki sé eðlilegt að fólk sæki í lyf Íris segist setja spurningamerki við það hvort það sé í alvöru raunin líkt og Óttar segi að fólk sækist eftir ADHD greiningu eingöngu til þess að komast í amfetamín skyld lyf. „Getur ekki bara verið að fólk sé að sjá jákvæðar breytingar í lífi fólks þegar það kemst á rétt lyf? Gæti ekki verið að fólk myndi alveg eins vilja komast í greiningu og á lyf ef lyfið væri samsett úr einhverju allt öðru. Ef ég væri með mígreni og ég sæi vini mína og fjölskyldumeðlimi sem þjást af mígreni öðlast betra líf vegna réttrar lyfjameðferðar, væri þá ekki eðlilegt að ég myndi vilja skoða þann kost fyrir mig sjálfa?“ Þá spyr Íris hvort það geti verið að aukin ADHD greining og aukin lyfjanotkun sé vegna þeirra ótalmörgu foreldra sem fari með börnum sínum í greiningar viðtöl sem uppgötvi þar að allt sem passar við börn þeirra, passi við þau sjálf. „Getur verið að aukin ADHD greining og sömuleiðis aukin lyfjanotkun sé vegna þeirra ótalmörgu stelpna og kvenna sem eru loks að fá greiningu á þessari röskun eftir MÖRG ÁR þar sem læknavísindin tóku stelpur og konur ekki með inn í dæmið; þær gátu ekki verið með ADHD.“ Þá spyr Íris að lokum hvort það geti verið að aukin ADHD greining og aukin lyfjanotkun geti verið staðreynd þar sem fleiri fullorðnir greinist nú. „Eftir MÖRG ÁR þar sem læknavísindin töldu ADHD eldast af fólki og væri í raun „barna röskun?“ Íris bendir á að enginn vilji eiga erfitt með að gera hversdagslega hluti. Vísir Óttast að taka þrjú skref aftur á bak „Ég finn til með öllum þeim sem eru í svipaðri stöðu og ég. Það eru ekki bara áhrifin af því að hætta að taka lyfin sín snögglega heldur er það líka óttinn við að taka 3 skref afturábak. ADHD lömunin verður verri, athyglin við vinnu og nám verður erfiðari, áreitið hefur verri áhrif, þráðurinn verður styttri og svefnleysið óbærilegt.“ Íris segist ekki átta sig á því hvernig það geti orðið að stór hópur fólks standi nú uppi lyfjalaust og fái ekki lyf sem þeim var ráðlagt af læknum að taka. Enginn vilji eiga erfitt með hversdagslega hluti. „Það vill enginn eiga erfitt með að koma hlutunum í verk. Meirihluti þeirra sem taka þessi lyf gerir það því það hjálpar þeim. En nú er staðan sú að meirihluti þeirra sem tekur þessi lyf stendur frammi fyrir lyfjaskorti og vanlíðan. Hvað á að gera?! Hver er lausnin?!“ Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hefur ADHD lyfið Elvanse, auk samheitalyfja, verið ófáanlegt á landinu síðan í lok júlí. Formaður ADHD samtakann hefur sagt lyfjaskortinn setja allt úr skorðum hjá einstaklingum með greininguna. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur brýnt fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. Neyddist til að hætta „cold turkey“ „Hér sit ég, klukkan að ganga 1 um nótt og ég er reið. Ég er reið, svekkt og pirruð. Ég get ekki sofnað vegna þess að heilinn minn er á yfirsnúningi og ég næ ekki ró. Ég næ ekki ró vegna þess að ég er lyfjalaus,“ skrifar Íris Hólm í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segist því hafa neyðst til þess að hætta á lyfjunum sínum án alls undirbúnings, „cold turkey,“ eins og hún lýsir því. „Ég átta mig ekki á því hvernig það getur orðið að stór hópur fólks standi núna uppi lyfjalausir, fái ekki lyf sem þeim var ráðlagt af læknum að taka.“ Kveðst hugsi yfir ummælum Óttars Íris segist hafa verið hugsi yfir ummælum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, í Kastljósi. Óttar hefur áður skrifað grein í Læknablaðið þar sem hann segir ADHD lyf ofnotuð á Íslandi og gagnrýnir að lögleg meðferð sé orðin algjörlega stjórnlaus. „Ég missti nánast allan áhuga á að hlusta þegar Óttar talaði um ADHD sem sjúkdóm, sem að minni bestu vitund er rangt, enda ADHD flokkað sem taugaröskun, ekki sjúkdómur.“ Hún segist vera með nokkrar spurningar vegna málflutnings Óttars. Segir Íris meðal annars að ADHD sé ættgeng taugaröskun og spyr hún hvort það geti haft áhrif í litlu samfélagi eins og á Íslandi þar sem allir séu skyldir. „Ok, þarna fer ég frjálslega með staðreyndir, en ég spyr af alvöru og kannski eingöngu Kári sjálfur Stefánsson geti svarað þessu. Er ADHD algengari röskun í Íslendingum en hjá öðrum þjóðum?“ Spyr hvort ekki sé eðlilegt að fólk sæki í lyf Íris segist setja spurningamerki við það hvort það sé í alvöru raunin líkt og Óttar segi að fólk sækist eftir ADHD greiningu eingöngu til þess að komast í amfetamín skyld lyf. „Getur ekki bara verið að fólk sé að sjá jákvæðar breytingar í lífi fólks þegar það kemst á rétt lyf? Gæti ekki verið að fólk myndi alveg eins vilja komast í greiningu og á lyf ef lyfið væri samsett úr einhverju allt öðru. Ef ég væri með mígreni og ég sæi vini mína og fjölskyldumeðlimi sem þjást af mígreni öðlast betra líf vegna réttrar lyfjameðferðar, væri þá ekki eðlilegt að ég myndi vilja skoða þann kost fyrir mig sjálfa?“ Þá spyr Íris hvort það geti verið að aukin ADHD greining og aukin lyfjanotkun sé vegna þeirra ótalmörgu foreldra sem fari með börnum sínum í greiningar viðtöl sem uppgötvi þar að allt sem passar við börn þeirra, passi við þau sjálf. „Getur verið að aukin ADHD greining og sömuleiðis aukin lyfjanotkun sé vegna þeirra ótalmörgu stelpna og kvenna sem eru loks að fá greiningu á þessari röskun eftir MÖRG ÁR þar sem læknavísindin tóku stelpur og konur ekki með inn í dæmið; þær gátu ekki verið með ADHD.“ Þá spyr Íris að lokum hvort það geti verið að aukin ADHD greining og aukin lyfjanotkun geti verið staðreynd þar sem fleiri fullorðnir greinist nú. „Eftir MÖRG ÁR þar sem læknavísindin töldu ADHD eldast af fólki og væri í raun „barna röskun?“ Íris bendir á að enginn vilji eiga erfitt með að gera hversdagslega hluti. Vísir Óttast að taka þrjú skref aftur á bak „Ég finn til með öllum þeim sem eru í svipaðri stöðu og ég. Það eru ekki bara áhrifin af því að hætta að taka lyfin sín snögglega heldur er það líka óttinn við að taka 3 skref afturábak. ADHD lömunin verður verri, athyglin við vinnu og nám verður erfiðari, áreitið hefur verri áhrif, þráðurinn verður styttri og svefnleysið óbærilegt.“ Íris segist ekki átta sig á því hvernig það geti orðið að stór hópur fólks standi nú uppi lyfjalaust og fái ekki lyf sem þeim var ráðlagt af læknum að taka. Enginn vilji eiga erfitt með hversdagslega hluti. „Það vill enginn eiga erfitt með að koma hlutunum í verk. Meirihluti þeirra sem taka þessi lyf gerir það því það hjálpar þeim. En nú er staðan sú að meirihluti þeirra sem tekur þessi lyf stendur frammi fyrir lyfjaskorti og vanlíðan. Hvað á að gera?! Hver er lausnin?!“
Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira