Ragnar Sigurðsson: Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. september 2023 22:16 Ragnar Sigurðsson og Igor Bjarni Kostic á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Framarar náðu í stig í Bestu deild karla í fótbolta gegn HK í Kórnum í kvöld. Heimamenn komust yfir í byrjun fyrri hálfleiks en Framarar jöfnuðu leikinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu. Fram kom sér þar með aftur úr fallsæti með þessum úrslitum. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan bara frábær frá byrjun til enda en auðvitað koma kaflar í leiknum sem að HK tekur aðeins yfir og ná að ýta okkur niður. Í heildina á litið þá finnst mér við hafa verið töluvert betra liðið í dag,“ sagði Ragnar. Ekki vantaði upp á færin hjá Frömmurum í leiknum en liði fékk tvö víti, áttu eitt sláarskot og klikkuðu fyrir opnu marki í eitt skipti. Eitt af fjölmörgum færum Fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik. En þegar við náum ekki að pota honum inn þá kannski minkar sjálfstraustið aðeins eða frekar ef við hefðum náð að pota einu inn þá er ég viss um að næstu færi hefðu dottið inn líka. Það helst svolítið í hendur,“ sagði Ragnar um færanýtinguna. Ragnar svaraði því játandi að hafa verið svekktur með að fá mark á sig úr föstu leikatriði en mark HK kom eftir aukaspyrnu. Þengill Orrason fékk mikið hrós frá Ragnari.Vísir/Hulda Margrét Vegna meiðsla og veikinda ýmissa leikmanna Fram fengu tveir leikmenn eldskírn í byrjunarliði Fram í kvöld. Voru það þeir Sigfús Árni Guðmundsson sem átti flottan leik í hægri bakvarðarstöðunni og sömuleiðis liðsfélagi hans Þengill Orrason í hjarta varnar Fram. Ragnar hrósaði þeim í hástert eftir leikinn og sömuleiðis allri varnarlínu sinni. „Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar. Sigfús maður leiksins og Þengill næstbesti maður leiksins í dag.“ Ragnar játar því að það sé kominn fullur fókus á næsta leik sem er gegn ÍBV út í Eyjum á laugardaginn í algjörum botnbaráttu slag. „Já, að sjálfsögðu,“ sagði Ragnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan bara frábær frá byrjun til enda en auðvitað koma kaflar í leiknum sem að HK tekur aðeins yfir og ná að ýta okkur niður. Í heildina á litið þá finnst mér við hafa verið töluvert betra liðið í dag,“ sagði Ragnar. Ekki vantaði upp á færin hjá Frömmurum í leiknum en liði fékk tvö víti, áttu eitt sláarskot og klikkuðu fyrir opnu marki í eitt skipti. Eitt af fjölmörgum færum Fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik. En þegar við náum ekki að pota honum inn þá kannski minkar sjálfstraustið aðeins eða frekar ef við hefðum náð að pota einu inn þá er ég viss um að næstu færi hefðu dottið inn líka. Það helst svolítið í hendur,“ sagði Ragnar um færanýtinguna. Ragnar svaraði því játandi að hafa verið svekktur með að fá mark á sig úr föstu leikatriði en mark HK kom eftir aukaspyrnu. Þengill Orrason fékk mikið hrós frá Ragnari.Vísir/Hulda Margrét Vegna meiðsla og veikinda ýmissa leikmanna Fram fengu tveir leikmenn eldskírn í byrjunarliði Fram í kvöld. Voru það þeir Sigfús Árni Guðmundsson sem átti flottan leik í hægri bakvarðarstöðunni og sömuleiðis liðsfélagi hans Þengill Orrason í hjarta varnar Fram. Ragnar hrósaði þeim í hástert eftir leikinn og sömuleiðis allri varnarlínu sinni. „Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar. Sigfús maður leiksins og Þengill næstbesti maður leiksins í dag.“ Ragnar játar því að það sé kominn fullur fókus á næsta leik sem er gegn ÍBV út í Eyjum á laugardaginn í algjörum botnbaráttu slag. „Já, að sjálfsögðu,“ sagði Ragnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn