Þjóðarréttur Íslendinga Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 23:55 Nú er ég stoltur viðvaningur í eldhúsinu, er aldrei beðin um að sjá um jólamatinn og má kenna bæði reynsluleysi og áhugaleysi um getuleysi mitt við pottana. Ég elda afar sjaldan á mínu heimili og kann öllu betur við mig við þvottavélina þar sem ég hef fullkomna stjórn á flokkun og samanbroti. Ég strauja þó ekki nema fyrir fæðingar, en þá strauja ég líka allt. Líka þvottapoka. Hormónar og hreiðurgerð konu í jarðgöngum. En það er ljós við enda ganganna og þessu lýkur blessunarlega með fæðingu barnsins, heimilið fær að leggjast í rúst og konan missir tökin á heimilishaldinu með ælu á öxl og barnabik undir nöglunum. Ég fæ sjaldnast að koma nálægt eldhúsinu og ástæðan er augljós: flest sem ég bý til er óætt, ekkert er tilbúið á sama tíma, eldun annað hvort of eða van, geng ekki frá neinu jafnóðum og eldhúsið eins og eftir tveggja ára barn að eldamennsku lokinni. Þannig að ég er vinsamlegast beðin um að halda mig í þvottahúsinu en það er mér að þakka að mitt fólk gengur um sómasamlega til fara og er ekki í upplituðum, hnökróttum og ljótum fötum alla daga. Einu sinni varð ég þó að elda, slapp blessunarlega við að fara með tvö börn í búð, skapið heldur verra í frúnni en börnunum. Þau eru fín búð. Ég öllu verri. Ef ég fer ein og kaupi í matinn þá passar ekkert saman þegar ég kem heim. Þannig að ég fæ sjaldan að fara ein í búð. Ég var svo heppin að þjóðarréttur Íslendinga var til í frystinum ásamt kartöflum sem ég henti í pott, gúgglaði tímann og sauð þær í um 20 mínútur því mér er það lífsins ómögulegt að muna hvernig maður á að sjóða kartöflur. Þær voru þó í minni kantinum, gæti verið að þær hafi soðið þær of lengi. Við biðum í ofvæni eftir réttinum: ýsa og kartöflur stappaðar með smjöri. Namm! Ýsuna setti ég svo frosna í pott og sauð í um 10 mínútur eftir misvísandi leiðbeiningum af Bland. Hvítlauksbrauðið fór í ofninn á sama tíma og kom heldur hart út 11 mínútum síðar. Fór þó eftir leiðbeiningunum á pakkanum þannig að það var ekki mér að kenna. Nú, þegar ég var að bíða eftir ýsunni þá dettur mér þjóðráð í hug. Ég ákveð að vinna mér í haginn svo ég þyrfti ekki að stappa ofan í hvern og einn. Ég flysja flusið af kartöflunum, teygi mig eftir blendernum og hendi þeim í ásamt rammíslensku smjéri, hélt ég væri með grófstillinguna á - en fínstillingin var það heillin. Á meðan ég hellti vatninu af ýsunni lét ég blenderinn malla í um 20 sekúndur. Þegar ég stoppaði hann og ætlaði að ná í grófstappaðar kartöflurnar þá sá ég að ég búin að búa til kartöflutyggjó. Kartöflutyggjóinu hrærði ég svo við stappaða ýsuna því ég þorði ekki að setja hana í blenderinn. Þetta skánaði þó lítið og börnin borðuðu ekkert af þessum dýrindismat sem þau oftast slafra í sig með bestu lyst. Þau fengu því hart hvítlauksbrauð og mjólk í matinn. Þau sofnuðu södd af þessu fína kolvetni frá Hatting og próteini frá MS. Mér hefur margoft verið ráðlagt að halda mig frá eldamennsku. Mér færi náttúrlega best að éta bara hráfæði eins og gúrkur og gulrætur og ristað brauð með því. Ég er nefnilega fín í að skera og smyrja. Fæ reyndar sjaldnast að halda á hníf hér heima. Maðurinn minn segir að það hafi gleymst að kenna mér að skera með hníf. Held það sé rétt hjá honum. Þetta gengur nú yfirleitt en á meðan ég beiti hnífnum neyðist heimilisfólk að halda sér fjarri. Ég ætti að vera í svona fálkatemjarahönskum til að koma í veg fyrir að ég endi fingralaus fyrir fimmtugt. En hver er efnafræðin á bak við það að kartöflur breyti sér í tyggjó í blender? Einhver sagði sterkjan. Það segir mér ekki neitt enda efnafræði ekki mín sterkasta hlið frekar en eldhúsverkin. Mesta snilldin var þó þegar krakkinn henti disknum sínum á gólfið því það fór enginn matur á gólfið, enda sat tyggjófiskiklessan föst. Ég þurfti gluggasköfu til að ná þessu af disknum. Annars er ýsa og kartöflur stappað saman með smjöri okkar þjóðarréttur. Það er víst hægt að elda kartöflurnar á ýmsan máta að mér skilst og gera þennan rétt enn meira framandi. En kartöflurnar vilja víst ekki fara í blenderinn. Latar húsmæður þurfa því að hysja upp um sig og stappa þær upp á gamla mátann með gaffli. En þessi nýja aðferð mín nýtist engum nema maður ætli sér að kála óvini sínum og láta hann kafna á kartöflutyggjói. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er ég stoltur viðvaningur í eldhúsinu, er aldrei beðin um að sjá um jólamatinn og má kenna bæði reynsluleysi og áhugaleysi um getuleysi mitt við pottana. Ég elda afar sjaldan á mínu heimili og kann öllu betur við mig við þvottavélina þar sem ég hef fullkomna stjórn á flokkun og samanbroti. Ég strauja þó ekki nema fyrir fæðingar, en þá strauja ég líka allt. Líka þvottapoka. Hormónar og hreiðurgerð konu í jarðgöngum. En það er ljós við enda ganganna og þessu lýkur blessunarlega með fæðingu barnsins, heimilið fær að leggjast í rúst og konan missir tökin á heimilishaldinu með ælu á öxl og barnabik undir nöglunum. Ég fæ sjaldnast að koma nálægt eldhúsinu og ástæðan er augljós: flest sem ég bý til er óætt, ekkert er tilbúið á sama tíma, eldun annað hvort of eða van, geng ekki frá neinu jafnóðum og eldhúsið eins og eftir tveggja ára barn að eldamennsku lokinni. Þannig að ég er vinsamlegast beðin um að halda mig í þvottahúsinu en það er mér að þakka að mitt fólk gengur um sómasamlega til fara og er ekki í upplituðum, hnökróttum og ljótum fötum alla daga. Einu sinni varð ég þó að elda, slapp blessunarlega við að fara með tvö börn í búð, skapið heldur verra í frúnni en börnunum. Þau eru fín búð. Ég öllu verri. Ef ég fer ein og kaupi í matinn þá passar ekkert saman þegar ég kem heim. Þannig að ég fæ sjaldan að fara ein í búð. Ég var svo heppin að þjóðarréttur Íslendinga var til í frystinum ásamt kartöflum sem ég henti í pott, gúgglaði tímann og sauð þær í um 20 mínútur því mér er það lífsins ómögulegt að muna hvernig maður á að sjóða kartöflur. Þær voru þó í minni kantinum, gæti verið að þær hafi soðið þær of lengi. Við biðum í ofvæni eftir réttinum: ýsa og kartöflur stappaðar með smjöri. Namm! Ýsuna setti ég svo frosna í pott og sauð í um 10 mínútur eftir misvísandi leiðbeiningum af Bland. Hvítlauksbrauðið fór í ofninn á sama tíma og kom heldur hart út 11 mínútum síðar. Fór þó eftir leiðbeiningunum á pakkanum þannig að það var ekki mér að kenna. Nú, þegar ég var að bíða eftir ýsunni þá dettur mér þjóðráð í hug. Ég ákveð að vinna mér í haginn svo ég þyrfti ekki að stappa ofan í hvern og einn. Ég flysja flusið af kartöflunum, teygi mig eftir blendernum og hendi þeim í ásamt rammíslensku smjéri, hélt ég væri með grófstillinguna á - en fínstillingin var það heillin. Á meðan ég hellti vatninu af ýsunni lét ég blenderinn malla í um 20 sekúndur. Þegar ég stoppaði hann og ætlaði að ná í grófstappaðar kartöflurnar þá sá ég að ég búin að búa til kartöflutyggjó. Kartöflutyggjóinu hrærði ég svo við stappaða ýsuna því ég þorði ekki að setja hana í blenderinn. Þetta skánaði þó lítið og börnin borðuðu ekkert af þessum dýrindismat sem þau oftast slafra í sig með bestu lyst. Þau fengu því hart hvítlauksbrauð og mjólk í matinn. Þau sofnuðu södd af þessu fína kolvetni frá Hatting og próteini frá MS. Mér hefur margoft verið ráðlagt að halda mig frá eldamennsku. Mér færi náttúrlega best að éta bara hráfæði eins og gúrkur og gulrætur og ristað brauð með því. Ég er nefnilega fín í að skera og smyrja. Fæ reyndar sjaldnast að halda á hníf hér heima. Maðurinn minn segir að það hafi gleymst að kenna mér að skera með hníf. Held það sé rétt hjá honum. Þetta gengur nú yfirleitt en á meðan ég beiti hnífnum neyðist heimilisfólk að halda sér fjarri. Ég ætti að vera í svona fálkatemjarahönskum til að koma í veg fyrir að ég endi fingralaus fyrir fimmtugt. En hver er efnafræðin á bak við það að kartöflur breyti sér í tyggjó í blender? Einhver sagði sterkjan. Það segir mér ekki neitt enda efnafræði ekki mín sterkasta hlið frekar en eldhúsverkin. Mesta snilldin var þó þegar krakkinn henti disknum sínum á gólfið því það fór enginn matur á gólfið, enda sat tyggjófiskiklessan föst. Ég þurfti gluggasköfu til að ná þessu af disknum. Annars er ýsa og kartöflur stappað saman með smjöri okkar þjóðarréttur. Það er víst hægt að elda kartöflurnar á ýmsan máta að mér skilst og gera þennan rétt enn meira framandi. En kartöflurnar vilja víst ekki fara í blenderinn. Latar húsmæður þurfa því að hysja upp um sig og stappa þær upp á gamla mátann með gaffli. En þessi nýja aðferð mín nýtist engum nema maður ætli sér að kála óvini sínum og láta hann kafna á kartöflutyggjói. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun