Nýsköpun í rekstri þjóðar Baldur Vignir Karlsson skrifar 17. september 2023 17:31 Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Nýsköpun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun