Lét gamminn geisa eftir leik og fordæmdi „fáránlega“ meðferð á Maguire Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 07:31 Harry Maguire, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United Vísir/Getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur verið og er í gangi í kringum enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire. Maguire var á meðal varamanna Englands í gær í vináttuleik liðsins gegn nágrönnunum í skoska landsliðinu en hann kom inn í hálfleik og skoraði sjálfsmark í 3-1 sigri Englendinga. Samkvæmt frétt Sky Sports fögnuðu stuðningsmenn Skota, hæðnislega, hverri heppnaðri sendingu sem Maguire átti. Maguire lenti í svipaðri uppákomu í leik með Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og var Southgate, í viðtali eftir leik í gær, spurður álits um umræðuna í kringum Maguire. „Hvað stuðningsmenn Skotlands varðar þá skil ég þetta alveg, ég get ekki kvartað undan því að þeir láti sér detta svona í hug en þetta er þó afleiðing af fáránlegri meðferð sem Maguire hefur nú fengið yfir lengri tíma,“ sagði Southgate í viðtali eftir leik. Hann telur að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi áttað sig á stöðunni. „Þetta er algjör hneisa. Enginn leikmaður hefur fengið þá meðhöndlun sem hann er að fá, ekki bara frá skoskum stuðningsmönnum, heldur einnig frá lýsendum, sérfræðingum og fleirum. Þeir hafa búið til eitthvað sem ég hef bara aldrei séð áður. Maguire hefur verið klettur fyrir enska landsliðið og hluti af sigursælasta enska landsliði síðustu áratugina.“ Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester á rúmar 89 milljónir punda eftir að hafa heillað hjá Leicester City. Hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að halda góðu gengi gangandi og hefur oft á tíðum fengið að heyra það frá stuðningsmönnum sem og knattspyrnusérfræðingum. Fótbolti England Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Maguire var á meðal varamanna Englands í gær í vináttuleik liðsins gegn nágrönnunum í skoska landsliðinu en hann kom inn í hálfleik og skoraði sjálfsmark í 3-1 sigri Englendinga. Samkvæmt frétt Sky Sports fögnuðu stuðningsmenn Skota, hæðnislega, hverri heppnaðri sendingu sem Maguire átti. Maguire lenti í svipaðri uppákomu í leik með Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og var Southgate, í viðtali eftir leik í gær, spurður álits um umræðuna í kringum Maguire. „Hvað stuðningsmenn Skotlands varðar þá skil ég þetta alveg, ég get ekki kvartað undan því að þeir láti sér detta svona í hug en þetta er þó afleiðing af fáránlegri meðferð sem Maguire hefur nú fengið yfir lengri tíma,“ sagði Southgate í viðtali eftir leik. Hann telur að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi áttað sig á stöðunni. „Þetta er algjör hneisa. Enginn leikmaður hefur fengið þá meðhöndlun sem hann er að fá, ekki bara frá skoskum stuðningsmönnum, heldur einnig frá lýsendum, sérfræðingum og fleirum. Þeir hafa búið til eitthvað sem ég hef bara aldrei séð áður. Maguire hefur verið klettur fyrir enska landsliðið og hluti af sigursælasta enska landsliði síðustu áratugina.“ Maguire var keyptur til Manchester United frá Leicester á rúmar 89 milljónir punda eftir að hafa heillað hjá Leicester City. Hjá Manchester United hefur honum ekki tekist að halda góðu gengi gangandi og hefur oft á tíðum fengið að heyra það frá stuðningsmönnum sem og knattspyrnusérfræðingum.
Fótbolti England Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira