Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 12:30 Ráðist var að Lascelles (í græna vestinu) þegar hann var úti að skemmta sér. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira