Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 11:37 Kaupsamningum Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum.
Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira