„Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 15:30 Breiðablik varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum, með sigri á Þrótti, en mátti sætta sig við tap gegn Val í úrslitaleiknum í fyrra. Nú spilar liðið til úrslita þriðja árið í röð. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni. Á meðan að kvennalið Víkings hefur aldrei áður spilað bikarúrslitaleik þá spila Blikakonur nú til úrslita þriðja árið í röð og hafa unnið keppnina 13 sinnum. Með sigri á morgun geta þær því jafnað Val yfir flesta bikarmeistaratitla, og væntanlega búast nánast allir við sigri Breiðabliks en Ásmundur lætur það ekki trufla sig: „Við erum að fara í hörkuslag, bikarúrslitaleik, og bæði lið eru búin að vinna sér inn réttinn til að spila þennan leik. Víkingarnir eru með afgerandi forystu í Lengjudeildinni, búnar að slá út tvö Bestu deildarlið í bikarnum, og annað þeirra er í toppbaráttu, svo það væri galið að fara inn í þennan leik með eitthvað vanmat. Við þurfum á öllu okkar að halda. Við þurfum okkar bestu frammistöðu til að ná í sigur, sem er auðvitað markmiðið.“ Klippa: Ásmundur um úrslitaleikinn Biðlar til Kópavogsbúa En er ekki hætta á því að leikmenn sýni einhverja værukærð í leik við lið sem spilar ekki einu sinni í efstu deild, þó að Víkingur sé vissulega á toppi Lengjudeildarinnar? „Ég ætla rétt að vona ekki. Við förum vel yfir það og það er bara ekkert í boði. Svo er bikarúrslitaleikur bara sérfyrirbæri og það er ekkert hægt að horfa á stöðu í deild eða í hvaða deild liðið er.“ Ásmundur Arnarsson gæti unnið sinn fyrsta stóra titil sem þjálfari á morgun.VÍSIR/VILHELM „Stemningin á leikdegi getur ráðið úrslitum, og þar með getur stemningin í stúkunni ráðið ansi miklu þar um. Mér skilst að eins og staðan sé núna séum við að tapa þeirri baráttu. Það eru mun fleiri miðar seldir Víkingsmegin en okkar megin, svo ég kalla eftir því að Blikar og Kópavogsbúar fái sér miða, mæti í stúkuna og taki þátt. Komi með stemninguna til að hjálpa okkur að landa þessum bikar,“ segir Ásmundur en miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is. Viðtalið við Ásmund var tekið í gær og gæti staðan á miðasölu því hafa breyst. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram næsta föstudag klukkan 19:00Hægt er að tryggja sér miða á https://t.co/iwyH4UEb7x Leikurinn verður i beinni útsendingu á RÚV 2 pic.twitter.com/zS62bHHHOA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 9, 2023 En þó að áhuginn virðist eitthvað minni hjá stuðningsmönnum Breiðabliks en Víkings þá segir Ásmundur ekkert vanta upp á hungrið hjá þeim sem spila leikinn: „Þú ert aldrei saddur og sæll af titlum eða bikurum. Þeir hafa margir komið í gegnum tíðina en miðað við ástandið á þeim sem eru í kringum mig þá er mikið hungur og við erum í þessu til þess að vinna titla. Þú vilt alltaf næsta titil og hann er í boði núna, en mun ekki koma nema að allir hjálpist að.“ Breiðablik mætir í úrslitaleikinn sem efsta lið Bestu deildarinnar, eftir jafntefli Vals og Stjörnunnar í gær, en Blikakonur hafa unnið góða sigra gegn Þór/KA og Selfossi í síðustu leikjum. „Holningin á liðinu hefur verið ágæt. Eftir langt landsleikjahlé þá er jafnteflið í Kaplakrika vonbrigði, og það var smá hikst hjá okkur í þeim leik, en síðan hafa komið tveir góðir sigrar í kaflaskiptum leikjum. Ég myndi segja að ástandið á liðinu sé fínt komandi inn í þennan leik.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31 „Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira
Á meðan að kvennalið Víkings hefur aldrei áður spilað bikarúrslitaleik þá spila Blikakonur nú til úrslita þriðja árið í röð og hafa unnið keppnina 13 sinnum. Með sigri á morgun geta þær því jafnað Val yfir flesta bikarmeistaratitla, og væntanlega búast nánast allir við sigri Breiðabliks en Ásmundur lætur það ekki trufla sig: „Við erum að fara í hörkuslag, bikarúrslitaleik, og bæði lið eru búin að vinna sér inn réttinn til að spila þennan leik. Víkingarnir eru með afgerandi forystu í Lengjudeildinni, búnar að slá út tvö Bestu deildarlið í bikarnum, og annað þeirra er í toppbaráttu, svo það væri galið að fara inn í þennan leik með eitthvað vanmat. Við þurfum á öllu okkar að halda. Við þurfum okkar bestu frammistöðu til að ná í sigur, sem er auðvitað markmiðið.“ Klippa: Ásmundur um úrslitaleikinn Biðlar til Kópavogsbúa En er ekki hætta á því að leikmenn sýni einhverja værukærð í leik við lið sem spilar ekki einu sinni í efstu deild, þó að Víkingur sé vissulega á toppi Lengjudeildarinnar? „Ég ætla rétt að vona ekki. Við förum vel yfir það og það er bara ekkert í boði. Svo er bikarúrslitaleikur bara sérfyrirbæri og það er ekkert hægt að horfa á stöðu í deild eða í hvaða deild liðið er.“ Ásmundur Arnarsson gæti unnið sinn fyrsta stóra titil sem þjálfari á morgun.VÍSIR/VILHELM „Stemningin á leikdegi getur ráðið úrslitum, og þar með getur stemningin í stúkunni ráðið ansi miklu þar um. Mér skilst að eins og staðan sé núna séum við að tapa þeirri baráttu. Það eru mun fleiri miðar seldir Víkingsmegin en okkar megin, svo ég kalla eftir því að Blikar og Kópavogsbúar fái sér miða, mæti í stúkuna og taki þátt. Komi með stemninguna til að hjálpa okkur að landa þessum bikar,“ segir Ásmundur en miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is. Viðtalið við Ásmund var tekið í gær og gæti staðan á miðasölu því hafa breyst. Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram næsta föstudag klukkan 19:00Hægt er að tryggja sér miða á https://t.co/iwyH4UEb7x Leikurinn verður i beinni útsendingu á RÚV 2 pic.twitter.com/zS62bHHHOA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 9, 2023 En þó að áhuginn virðist eitthvað minni hjá stuðningsmönnum Breiðabliks en Víkings þá segir Ásmundur ekkert vanta upp á hungrið hjá þeim sem spila leikinn: „Þú ert aldrei saddur og sæll af titlum eða bikurum. Þeir hafa margir komið í gegnum tíðina en miðað við ástandið á þeim sem eru í kringum mig þá er mikið hungur og við erum í þessu til þess að vinna titla. Þú vilt alltaf næsta titil og hann er í boði núna, en mun ekki koma nema að allir hjálpist að.“ Breiðablik mætir í úrslitaleikinn sem efsta lið Bestu deildarinnar, eftir jafntefli Vals og Stjörnunnar í gær, en Blikakonur hafa unnið góða sigra gegn Þór/KA og Selfossi í síðustu leikjum. „Holningin á liðinu hefur verið ágæt. Eftir langt landsleikjahlé þá er jafnteflið í Kaplakrika vonbrigði, og það var smá hikst hjá okkur í þeim leik, en síðan hafa komið tveir góðir sigrar í kaflaskiptum leikjum. Ég myndi segja að ástandið á liðinu sé fínt komandi inn í þennan leik.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31 „Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira
Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. 10. ágúst 2023 12:31
„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. 10. ágúst 2023 10:30