Furða sig á lengri uppbótartíma á Englandi Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 11:01 Átta mínútum var bætt við leik Man City og Arsenal og skoraði Arsenal jöfnunarmark á 90+11. vísir/Getty Knattspyrnustjórum á Englandi var tíðrætt um nýjar reglur varðandi uppbótartíma þegar fyrsta stóra helgina í enska fótboltanum fór fram um helgina og sitt sýnist hverjum. Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023 Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira