Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2023 08:24 Trump hafði ekki erindi sem erfiði með málsókn sinni. Hins vegar er glímu hans við lögin ekki enn lokið og á hann enn yfir höfði sér nokkur dómsmál. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. Trump höfðaði mál gegn fréttamiðlinum fyrir að lýsa fullyrðingum hans um að kosningunum 2020 hefði verið stolið sem „stóru lyginni“. Trump vildi meina að frasinn vísaði til áróðurs nasista sem notuðu hann til að réttlæta ofsóknir gegn gyðingum. Miðillinn væri þannig að líkja honum við Adolf Hitler. Héraðsdómarinn Raag Singhal, sem var skipaður í valdatíð Trump, vísaði kærunni frá í gær. „Andstyggilegar“ staðhæfingar en ekki ærumeiðandi Singhal sagði um væri að ræða ummæli sem lýstu skoðun en ekki yfirlýsingum um staðreyndir og því gætu þau ekki flokkast sem ærumeiðandi. „Það er ekki spurning að fullyrðingarnar sem CNN setti fram uppfylla skilyrði um ærumeiðingar samkvæmt lögum í Flórída. Næsta spurning er hvort þær hafi verið rangar staðhæfingar um staðreyndir. Það er þar sem meiðyrðamálsókn Trump fellur saman,“ skrifaði Singhal í úrskurði sínum. Að sögn Singhal væri ekkert sem benti til að CNN væri að ýja að því að Trump hefði talað fyrir ofsóknum gegn gyðingum eða nokkrum öðrum hópi. Áhorfendur gætu ekki mögulega gert þær tengingar. „Þó staðhæfingar CNN séu andstyggilegar, voru þær ekki, samkvæmt lögum, ærumeiðandi,“ bætti Singhal við. Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Trump höfðaði mál gegn fréttamiðlinum fyrir að lýsa fullyrðingum hans um að kosningunum 2020 hefði verið stolið sem „stóru lyginni“. Trump vildi meina að frasinn vísaði til áróðurs nasista sem notuðu hann til að réttlæta ofsóknir gegn gyðingum. Miðillinn væri þannig að líkja honum við Adolf Hitler. Héraðsdómarinn Raag Singhal, sem var skipaður í valdatíð Trump, vísaði kærunni frá í gær. „Andstyggilegar“ staðhæfingar en ekki ærumeiðandi Singhal sagði um væri að ræða ummæli sem lýstu skoðun en ekki yfirlýsingum um staðreyndir og því gætu þau ekki flokkast sem ærumeiðandi. „Það er ekki spurning að fullyrðingarnar sem CNN setti fram uppfylla skilyrði um ærumeiðingar samkvæmt lögum í Flórída. Næsta spurning er hvort þær hafi verið rangar staðhæfingar um staðreyndir. Það er þar sem meiðyrðamálsókn Trump fellur saman,“ skrifaði Singhal í úrskurði sínum. Að sögn Singhal væri ekkert sem benti til að CNN væri að ýja að því að Trump hefði talað fyrir ofsóknum gegn gyðingum eða nokkrum öðrum hópi. Áhorfendur gætu ekki mögulega gert þær tengingar. „Þó staðhæfingar CNN séu andstyggilegar, voru þær ekki, samkvæmt lögum, ærumeiðandi,“ bætti Singhal við.
Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56