Hvað er siðblinda? Birgir Dýrfjörð skrifar 28. júlí 2023 10:31 Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun