Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2023 09:56 Nýsjálendingurinn Bruce Houghton er eldfjallafræðingur við Háskóla Hawaii. Arnar Halldórsson Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton. Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton.
Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21
Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42