BBQ kóngurinn: Allt undir kíló er bara álegg Boði Logason skrifar 28. júlí 2023 08:34 Alfreð Fannar er BBQ kóngurinn og er á dagskrá alla fimmutdaga klukkan 18:55 á Stöð 2 Stöð 2 Í fimmta þætti af BBQ kónginum eldar Alfreð Fannar steik sem er eitt og hálf kíló. „Þetta er svo stór steik að það er eiginlega ekki pláss fyrir meðlætið. Meðlætið skiptir engu máli, bara steikin,“ sagði hann í þættinum. Sjón er sögu ríkari. Horfa má á þáttinn hér og nálgast má uppskriftina og aðferð fyrir neðan. Klippa: BBQ kóngurinn: Risa porthouse steik Hér má sjá fleiri uppskriftir og þætti frá BBQ kónginum. Risa porterhouse steik 1,5kg Porterhouse steik (vegna þess að allt undir kíló er bara álegg) Olía Umami krydd (fæst á bbqkongurinn.is) Brokkolíní Teriyaki Hunang Olía Setjið olíu á kjötið og kryddið með Umami. Kyndið grillið í 120 gráður. Setjið kjöthitamæli í miðja steikina og eldið hana á óbeinum hita þar til hún hefur náð 52 gráðum í kjarnhita Takið steikina af og kyndið grillið í botn. Lokið kjötinu á sjóðandi heitu grillinu. Hvílið kjötið í 10 mínútur Setjið brokkolíní í ziplock poka ásamt teriyaki, hunangi og olíu. Hristið vel. Grillið á háum hita þar til fallega brennt og tilbúið. Skreytið með pikkluðum sinnepsfræjum. Kartöflusmælki með kryddolíu: Kartöflusmælki 3 Hvítlauksgeirar Grillsalt með hvítlauk (fæst á bbqkongurinn.is) Steinselja Olía Setjið hvítlauk, grillsalt og steinselju í mortel og kremjið saman. Bætið við olíu og salti eftir smekk. Setjið kartöflur í steypujárnspönnu og hellið kryddolíunni yfir. Eldið þar til kartöflurnar verða stökkar að utan og mjúkar í gegn. Pikkluð sinnepsfræ: 1 Hluti sinnepsfræ 1 Hluti eplaedik 1 Hluti vatn 1 Hluti sykur Blandið saman eplaediki, vatni og sykri í pott, náið upp suðu og hrærið þar til sykurinn leysist upp. Hellið sinnepsfræjum út í og sjóðið í eina mínútu. Hellið í glerkrukku og kælið. Pikkluð sinnepsfræ geymast vel í nokkra mánuði í ísskáp. BBQ kóngurinn Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
„Þetta er svo stór steik að það er eiginlega ekki pláss fyrir meðlætið. Meðlætið skiptir engu máli, bara steikin,“ sagði hann í þættinum. Sjón er sögu ríkari. Horfa má á þáttinn hér og nálgast má uppskriftina og aðferð fyrir neðan. Klippa: BBQ kóngurinn: Risa porthouse steik Hér má sjá fleiri uppskriftir og þætti frá BBQ kónginum. Risa porterhouse steik 1,5kg Porterhouse steik (vegna þess að allt undir kíló er bara álegg) Olía Umami krydd (fæst á bbqkongurinn.is) Brokkolíní Teriyaki Hunang Olía Setjið olíu á kjötið og kryddið með Umami. Kyndið grillið í 120 gráður. Setjið kjöthitamæli í miðja steikina og eldið hana á óbeinum hita þar til hún hefur náð 52 gráðum í kjarnhita Takið steikina af og kyndið grillið í botn. Lokið kjötinu á sjóðandi heitu grillinu. Hvílið kjötið í 10 mínútur Setjið brokkolíní í ziplock poka ásamt teriyaki, hunangi og olíu. Hristið vel. Grillið á háum hita þar til fallega brennt og tilbúið. Skreytið með pikkluðum sinnepsfræjum. Kartöflusmælki með kryddolíu: Kartöflusmælki 3 Hvítlauksgeirar Grillsalt með hvítlauk (fæst á bbqkongurinn.is) Steinselja Olía Setjið hvítlauk, grillsalt og steinselju í mortel og kremjið saman. Bætið við olíu og salti eftir smekk. Setjið kartöflur í steypujárnspönnu og hellið kryddolíunni yfir. Eldið þar til kartöflurnar verða stökkar að utan og mjúkar í gegn. Pikkluð sinnepsfræ: 1 Hluti sinnepsfræ 1 Hluti eplaedik 1 Hluti vatn 1 Hluti sykur Blandið saman eplaediki, vatni og sykri í pott, náið upp suðu og hrærið þar til sykurinn leysist upp. Hellið sinnepsfræjum út í og sjóðið í eina mínútu. Hellið í glerkrukku og kælið. Pikkluð sinnepsfræ geymast vel í nokkra mánuði í ísskáp.
BBQ kóngurinn Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira