Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:01 Declan Rice er fastamaður í sterku ensku landsliði. Getty/Catherine Ivill Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City. West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira