Messi lentur í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 13:01 Ung knattspyrnuáhugakona í Miami fyrir framan stóra mynd af nýju hetju borgarinnar, Lionel Messi. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami. Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira