Messi lentur í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 13:01 Ung knattspyrnuáhugakona í Miami fyrir framan stóra mynd af nýju hetju borgarinnar, Lionel Messi. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami. Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira