„Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 14:19 Goslokanefnd og starfsmenn nefndarinnar. Sigurhanna er fjórða frá vinstri. Mynd/Aðsend Skipuleggjendur Goslokahátíðarinnar í Vestmannaeyjum segja hátíðina hafa gengið snurðulaust fyrir sig í ár en fimmtíu ár eru frá eldgosinu. „Það hefur gengið rosalega vel og veðrið hefur leikið við okkur. Ég held að ég geti nánast sagt að þetta hafi gengið vonum framar fram að þessu,“ segir Sigurhanna Friðþórsdóttir ein fjögurra í goslokanefnd. Hátíðin er með öðru sniði í ár en fyrri ár en fimmtíu ár eru frá gosinu í ár. Hátíðin hefur því verið í viku en ekki bara yfir helgina. Hún segir bæinn fullan af gestum og að fullt hafi verið í Herjólf í gær, af bæði gestum og bílum. Dagskráin á hátíðinni er afar fjölbreytt og má þar finna ýmsa menningar-, tónlistar- og íþróttaviðburði og bæjargrill í boði Landsbankans. Róður fyrir gott málefni „Svo er ball og fjör í kvöld,“ segir Sigurhanna en að einn hápunktur hátíðarinnar í dag sé góðgerðaróður á Brothers Brewery til styrktar minningarsjóðs Gunnars Karls en hann er fyrir fatlaða íþróttamenn. „Hann var dásamlegur drengur sem var með fötlun og var elskaður og dáður af samfélaginu. Fjölskyldan stofnaði þennan minningarsjóð því hann var líklega jákvæðasta manneskja sem uppi hefur verið, eða sem ég hef allavega kynnst. Hann sá alltaf björtu hliðarnar í öllu og það var mikið högg fyrir okkur þegar hann fór,“ segir Sigurhanna og að allir geti mætt í brugghúsið og tekið þátt í dag. Það sé verið að safna áheitum og von á miklu fjöri. Eyjan sem sprakk Á morgun lýkur svo hátíðinni en þá verður til dæmis hægt að fræðast um japanstogarana svokölluðu. „Það vildi þannig til að fyrir fimmtíu árum var verið að smíða tíu togara fyrir Íslendinga í Japan og togarinn Vestmanney, sem var einn af þeim, var að sigla heim aðfaranótt 23. Janúar þegar eldgosið hófst og fyrstu fréttir sem þeir fengu var að eyja suður af Íslandi hefði sprungið í loft upp í eldgosi,“ segir Sigurhanna og að viðburðurinn heitir Siglt heim í skugga eldgoss. Á morgun verður einnig hægt að heimsækja nýja landeldisstöð sem er í byggingu í Vestmannaeyjum auk ýmissa annarra menningarviðburða. Sigurhanna segir hátíðina gleðihátíð en einnig til að minnast atburðanna í janúar 1973. Hún segir alla velkomna, það séu margir heimamenn og brottfluttir, en einnig aðrir gestir. „Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr en raun ber vitni. Það varð auðvitað gífurlega mikið tjón en líka að fagna því að fólk skyldi taka þá ákvörðun að flytja aftur heim og byggja þetta dásamlega samfélag sem við búum í.“ Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tímamót Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01 Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24 Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Það hefur gengið rosalega vel og veðrið hefur leikið við okkur. Ég held að ég geti nánast sagt að þetta hafi gengið vonum framar fram að þessu,“ segir Sigurhanna Friðþórsdóttir ein fjögurra í goslokanefnd. Hátíðin er með öðru sniði í ár en fyrri ár en fimmtíu ár eru frá gosinu í ár. Hátíðin hefur því verið í viku en ekki bara yfir helgina. Hún segir bæinn fullan af gestum og að fullt hafi verið í Herjólf í gær, af bæði gestum og bílum. Dagskráin á hátíðinni er afar fjölbreytt og má þar finna ýmsa menningar-, tónlistar- og íþróttaviðburði og bæjargrill í boði Landsbankans. Róður fyrir gott málefni „Svo er ball og fjör í kvöld,“ segir Sigurhanna en að einn hápunktur hátíðarinnar í dag sé góðgerðaróður á Brothers Brewery til styrktar minningarsjóðs Gunnars Karls en hann er fyrir fatlaða íþróttamenn. „Hann var dásamlegur drengur sem var með fötlun og var elskaður og dáður af samfélaginu. Fjölskyldan stofnaði þennan minningarsjóð því hann var líklega jákvæðasta manneskja sem uppi hefur verið, eða sem ég hef allavega kynnst. Hann sá alltaf björtu hliðarnar í öllu og það var mikið högg fyrir okkur þegar hann fór,“ segir Sigurhanna og að allir geti mætt í brugghúsið og tekið þátt í dag. Það sé verið að safna áheitum og von á miklu fjöri. Eyjan sem sprakk Á morgun lýkur svo hátíðinni en þá verður til dæmis hægt að fræðast um japanstogarana svokölluðu. „Það vildi þannig til að fyrir fimmtíu árum var verið að smíða tíu togara fyrir Íslendinga í Japan og togarinn Vestmanney, sem var einn af þeim, var að sigla heim aðfaranótt 23. Janúar þegar eldgosið hófst og fyrstu fréttir sem þeir fengu var að eyja suður af Íslandi hefði sprungið í loft upp í eldgosi,“ segir Sigurhanna og að viðburðurinn heitir Siglt heim í skugga eldgoss. Á morgun verður einnig hægt að heimsækja nýja landeldisstöð sem er í byggingu í Vestmannaeyjum auk ýmissa annarra menningarviðburða. Sigurhanna segir hátíðina gleðihátíð en einnig til að minnast atburðanna í janúar 1973. Hún segir alla velkomna, það séu margir heimamenn og brottfluttir, en einnig aðrir gestir. „Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr en raun ber vitni. Það varð auðvitað gífurlega mikið tjón en líka að fagna því að fólk skyldi taka þá ákvörðun að flytja aftur heim og byggja þetta dásamlega samfélag sem við búum í.“
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tímamót Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01 Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24 Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Goslokahátíð ekki í samkeppni við Þjóðhátíð Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 3. júlí 2023 13:01
Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. 28. júní 2023 14:24
Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. 22. janúar 2023 05:51