Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 12:19 Stjórnvöld vestanhafs hafa legið yfir ákvörðuninni í nokkurn tíma. Getty/Sean Rayford Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira