Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 10:31 Þeir Edouard Mendy, N'Golo Kante, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly eru allir á leið frá Chelsea til liða í Sádi-Arabíu. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu. Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn