„Ég vil ekki segja að ég sé sá besti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:31 Novak Djokovic með bikarinn eftir að hafa unnið sitt 23. risamót á ferlinum, sem er met. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Serbinn Novak Djokovic segir að aðrir verði að dæma um það hvort að hann sé merkasti tennisspilari allra tíma. Staðreyndin er þó að minnsta kosti sú að enginn hefur unnið eins mörg risamót í tennis karla. Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum. Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira
Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira