Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2023 12:00 Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir tekur slaginn með Selfyssingum í Grill66-deildinni næsta vetur. Vísir/Daníel Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira