Clapton er guð Kristinn Theódórsson skrifar 8. júní 2023 10:31 Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun