Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans hafa skilað árangri. Hægt hafi á fasteignamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Eignamyndun hafi einnig verið mikil undanfarin ár. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út. Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabankans kynnti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í morgun sem stæði traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hefði aukist. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar segir aðgerðir bankans með hækkun vaxta og hertari reglum um greiðslubyrði og eignfjárstöðu hafa skilað árangri. Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisegir hvetur lánastofnanir til að sýna lántakendum sveigjanleika innan núverandi lánareglna. Til að mynda mætti semja um vaxtaþak á óverðtryggð lán þannig að hluti vaxtanna færist aftur fyrir lánstímann og framlengja hann.Stöð 2/Ívar „En það sem skiptir okkur máli er að þessi lánþegaskilyrði hafa tryggt að okkar mati að fólk hefur ekki verið að taka óhóflega áhættu þegar það er að kaupa fasteignir. Við höfum takmarkað möguleika fólks til að taka lán, veðsetja sig. Við settum ákveðið viðmið varðandi skuldsetningu, viðmið varðandi greiðslur. Þannig að fólk geti staðist sveiflur á markaðnum, hvort sem hann fer upp eða niður. Okkur finnst að þetta standist,” segir seðlabankastjóri. Hægt hafi á íbúðamarkaðnum og raunverð íbúða lækkað. Á sama tíma hafi fasteignaverð um sextíu prósent frá árinu 2020 og þannig hafi eignarmyndunin verið hröð, sérstaklega hjá þeim sem væru með nafnvaxtalán. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir um nokkurn tíma. Nú þegar þriggja til fimm ára tímabil fastra vaxta margra heimila væri að líða undir lok, væri engin ástæða fyrir fólk með skaplega greiðslubyrði að örvænta. Seðlabankinn hvetji bankana til nýta aukna eignarmyndun heimilanna til að hliðra til í lánaskilmálum þeirra. „Þeir sem kaupa fasteign hljóta að gera það til lengri tíma. Það geta komið ár þar sem fasteignaverð hækkar og önnur þar sem fasteignaverð lækkar. Ef þú tekur breytilega vexti verður fólk að átta sig á því að vextir hækka og svo geta þeir lækkað aftur. Vonandi náum við þeim árangri í baráttunni við verðbólgu að við getum lækkað vexti aftur,“ segir Ásgeir. Þetta væru skammtímasveiflur sem fólk verði að hafa það í huga þegar tekin væru lán til 40 ára. „Það sem við viljum að gerist er að fólk taki samtal við bankann sinn, lífeyrissjóðinn sinn eða einhver annan aðila sem hefur lánað þeim og fari yfir málin með þeim. Við viljum ýta við lánveitendum að taka þetta samtal,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7. júní 2023 09:33