Dökkar hliðar mannkyns og kona sem liggur banaleguna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 17:34 Styrkþegarnir Margrét og Magnús ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarráðherra í Gunnarshúsi í dag. Miðstöð íslenskra bókmennta Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti í dag Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til tveggja höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Það eru þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir. Í umsögn segir að ljóðabók Magnúsar veki lesanda til umhugsunar um dökkar hliðar mannsins og fjallar skáldsaga Margrétar um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Nemur hvor styrkur hálfri milljón króna. Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar setti athöfnina, sagði frá tilurð og útfærslu Nýræktarstyrkjanna og nefndi m.a. að handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna á liðnu ári, Pedro Gunnlaugur Garcia, væri einn margra höfunda sem Nýræktarstyrkur hefur veitt byr í seglin. Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Mannakjöt Magnús Jochum Pálsson er 25 ára ritlistarnemi og blaðamaður sem gaf út örsagnasafnið Óbreytt ástand sumarið 2018. Síðan hafa ljóð og sögur birst eftir hann í tímaritum, ljóðasöfnum og útvarpi. Styrkinn hlaut Magnús fyrir ljóðabók sem nefnist Mannakjöt. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Mannakjöt er heilsteypt og úthugsuð ljóðabók sem vekur lesandann til umhugsunar um dökkar hliðar mannkynsins og hvernig kunni að fara fyrir jörðinni breyti mannfólkið ekki hegðun sinni. Á frumlegan hátt yrkir höfundur um manneskjuna, græðgi hennar, fíkn og neyslu en einnig um hringrás lífsins, fjölskylduna, og allskyns fórnir jafnt á fólki og dýrum. Óvæntar myndir, forvitnilegar vísanir og skemmtilegur leikur að orðum og formi magna áhrif ljóðanna“ Grunnsævi Margrét Marteinsdóttir er fædd árið 1971 og uppalin í Breiðholti. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundaði nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við HÍ. Stærstan hluta starfsævinnar hefur Margrét unnið í fjölmiðlum, nú á Heimildinni. Styrkinn hlaut Margrét fyrir skáldsöguna Gunnsævi. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Grunnsævi er marglaga skáldsaga um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Áleitin frásögn um áföll og sársauka sem halda áfram að erfast milli kynslóða „þar til einhver stoppar í gatið“. Teflt er fínlega saman djúpri löngun til að ná stjórn á lífi sínu og getuleysi til að endurskrifa örlögin. Blærinn á sögunni er grípandi, stíllinn raunsæislegur og einstaklega myndrænn.“ Bókmenntir Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nemur hvor styrkur hálfri milljón króna. Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar setti athöfnina, sagði frá tilurð og útfærslu Nýræktarstyrkjanna og nefndi m.a. að handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna á liðnu ári, Pedro Gunnlaugur Garcia, væri einn margra höfunda sem Nýræktarstyrkur hefur veitt byr í seglin. Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Mannakjöt Magnús Jochum Pálsson er 25 ára ritlistarnemi og blaðamaður sem gaf út örsagnasafnið Óbreytt ástand sumarið 2018. Síðan hafa ljóð og sögur birst eftir hann í tímaritum, ljóðasöfnum og útvarpi. Styrkinn hlaut Magnús fyrir ljóðabók sem nefnist Mannakjöt. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Mannakjöt er heilsteypt og úthugsuð ljóðabók sem vekur lesandann til umhugsunar um dökkar hliðar mannkynsins og hvernig kunni að fara fyrir jörðinni breyti mannfólkið ekki hegðun sinni. Á frumlegan hátt yrkir höfundur um manneskjuna, græðgi hennar, fíkn og neyslu en einnig um hringrás lífsins, fjölskylduna, og allskyns fórnir jafnt á fólki og dýrum. Óvæntar myndir, forvitnilegar vísanir og skemmtilegur leikur að orðum og formi magna áhrif ljóðanna“ Grunnsævi Margrét Marteinsdóttir er fædd árið 1971 og uppalin í Breiðholti. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundaði nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við HÍ. Stærstan hluta starfsævinnar hefur Margrét unnið í fjölmiðlum, nú á Heimildinni. Styrkinn hlaut Margrét fyrir skáldsöguna Gunnsævi. Um verkið segir bókmenntaráðgjafi: „Grunnsævi er marglaga skáldsaga um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík. Áleitin frásögn um áföll og sársauka sem halda áfram að erfast milli kynslóða „þar til einhver stoppar í gatið“. Teflt er fínlega saman djúpri löngun til að ná stjórn á lífi sínu og getuleysi til að endurskrifa örlögin. Blærinn á sögunni er grípandi, stíllinn raunsæislegur og einstaklega myndrænn.“
Bókmenntir Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“