Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Kristrún Frostadóttir skrifar 1. júní 2023 16:31 Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun