Besta upphitunin: „Var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2023 20:01 Freyja Karín Þorvarðardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir mættu í Bestu upphitunina. stöð 2 sport Þróttur og Valur mætast annað kvöld í annað sinn á fimm dögum. Af því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir tvo af efnilegustu leikmönnum landsins til sín í Bestu upphitunina. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar þegar liðið sló Val út úr sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri á laugardaginn. Þessi lið mætast aftur í 6. umferð Bestu deildarinnar á morgun. Freyja mætti til Helenu ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markverði Vals. „Ég held að maður sé bara meira peppaður í að gera betur,“ sagði Fanney aðspurð hvort tapið um helgina muni sitja í Valskonum. Freyja vill endurtaka leikinn frá því á laugardaginn. „Maður verður að halda sínu striki og að sýna að maður getur unnið svona leik tvisvar væri sterkt,“ sagði Freyja sem er frá Neskaupsstað og hóf ferilinn með FHL. Þar skoraði hún grimmt, áður en hún fór í Þrótt fyrir síðasta tímabil. „Þetta var öðruvísi en hérna fyrir sunnan. Maður keyrði á æfingar í fjörutíu mínútur til að fara á Reyðarfjörð. En mér fannst það mjög gaman,“ sagði Freyja. Klippa: Besta upphitunin fyrir 6. umferð Fanney er aftur á móti alin upp hjá Val og varð að aðalmarkverði liðsins þegar Sandra Sigurðardóttir hætti óvænt í vetur. „Ég bjóst ekki við því að hún myndi hætta og það kom mér sterklega á óvart,“ sagði Fanney sem var á báðum áttum hvað hún ætti að gera fyrir tímabilið; vera áfram í Val eða fara á lán. „Ég hélt að hún [Sandra] myndi alltaf spila þetta tímabil þannig að ég var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið því mig langaði að spila.“ Horfa má á upphitunina fyrir 6. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar þegar liðið sló Val út úr sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri á laugardaginn. Þessi lið mætast aftur í 6. umferð Bestu deildarinnar á morgun. Freyja mætti til Helenu ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markverði Vals. „Ég held að maður sé bara meira peppaður í að gera betur,“ sagði Fanney aðspurð hvort tapið um helgina muni sitja í Valskonum. Freyja vill endurtaka leikinn frá því á laugardaginn. „Maður verður að halda sínu striki og að sýna að maður getur unnið svona leik tvisvar væri sterkt,“ sagði Freyja sem er frá Neskaupsstað og hóf ferilinn með FHL. Þar skoraði hún grimmt, áður en hún fór í Þrótt fyrir síðasta tímabil. „Þetta var öðruvísi en hérna fyrir sunnan. Maður keyrði á æfingar í fjörutíu mínútur til að fara á Reyðarfjörð. En mér fannst það mjög gaman,“ sagði Freyja. Klippa: Besta upphitunin fyrir 6. umferð Fanney er aftur á móti alin upp hjá Val og varð að aðalmarkverði liðsins þegar Sandra Sigurðardóttir hætti óvænt í vetur. „Ég bjóst ekki við því að hún myndi hætta og það kom mér sterklega á óvart,“ sagði Fanney sem var á báðum áttum hvað hún ætti að gera fyrir tímabilið; vera áfram í Val eða fara á lán. „Ég hélt að hún [Sandra] myndi alltaf spila þetta tímabil þannig að ég var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið því mig langaði að spila.“ Horfa má á upphitunina fyrir 6. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira