Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Tinna Borg Arnfinnsdóttir skrifar 25. maí 2023 13:01 Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun