Carragher: Arsenal klúðraði þessu og þurfa meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:31 Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports. Vísir/Getty Jamie Carragher segir að Arsenal hafi skort breidd í leikmannahópnum til að komast lengra í ensku úrvalsdeildinni en raun bar vitni. Hann segir Mikel Arteta þurfa að bæta gæðaleikmönnum inn í hópinn. Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“ Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira